Annar heimur
Helbláar hendur
hrifsa mig burt,
hrifsa mig inn í annan heim.

Ísköld augu
egna mig burt,
egna mig inn í annan heim.

Frosinn faðmur
færir mig burt,
færir mig inn í annan heim.

Dimmur draumur
dregur mig burt,
dregur mig inn í annan heim.

En þú,
þú þvingar mig aftur í þennan heim.  
Harpa Hlín Haraldsdóttir
1981 - ...


Ljóð eftir Hörpu Hlín Haraldsdóttur

Engill
Vorið
Andlit einmana stúlku
Hjartsláttur
Sama hvað
Nótt
Kveðja
Hjartasár
Dagur & Nótt
án titils
Starfskynning
Freðin hjörtu
Annar heimur
Snjókoma