Til minnis:
Fara úr fötunum
á föstudaginn langa
krossfesta sig og hanga
nakin í nöglunum
horfa á blóðið fossa
úr götunum
á höndunum
og fótunum
halda niðri andanum
fara með faðirvorið
hundrað sinnum
í huganum
og telja sig Seif  
Guðjón Bergur Jakobsson
1977 - ...


Ljóð eftir Guðjón Berg Jakobsson

Til minnis:
Leyndarmálið
Tvö pör
Dægrastytting
Sameining
Í dýragarði
Augu
Augnablik
Hringrás
Tveir skuggar
Lífið í blokkinni
Engill
Nóttin þín
Aðdáandi nr. 1
Hver er tilgangurinn ?
Gaman að þessu