Hringrás

Döpur horfir
hún í regnvott strætið

í daufri skímu ljósastauranna
sér hún blika á tár...

...eitt lítið tár
á leið til jarðar

þar sem það sameinast hinum
og fellur svo aftur

á öðrum stað
á öðrum tíma
 
Guðjón Bergur Jakobsson
1977 - ...


Ljóð eftir Guðjón Berg Jakobsson

Til minnis:
Leyndarmálið
Tvö pör
Dægrastytting
Sameining
Í dýragarði
Augu
Augnablik
Hringrás
Tveir skuggar
Lífið í blokkinni
Engill
Nóttin þín
Aðdáandi nr. 1
Hver er tilgangurinn ?
Gaman að þessu