Tveir skuggar
Tveir skuggar
(ástarsaga)

Tveir skuggar
teygðu höfuð sín
í átt að hvor öðrum
í myrku sundi
milli tveggja heima
uns þeir runnu saman,
fyrst í kossi
en urðu svo smám saman
sami skugginn.

En æðri öfl
ætluðu þeim ekki
að eigast.
Þau toguðu þá
í sitthvora áttina
og að lokum í sundur.
Og á sama stað
og þeir snertust fyrst
urðu þeir að sleppa
takinu hvor af öðrum.

Þeir kvöddust með kossi...  
Guðjón Bergur Jakobsson
1977 - ...


Ljóð eftir Guðjón Berg Jakobsson

Til minnis:
Leyndarmálið
Tvö pör
Dægrastytting
Sameining
Í dýragarði
Augu
Augnablik
Hringrás
Tveir skuggar
Lífið í blokkinni
Engill
Nóttin þín
Aðdáandi nr. 1
Hver er tilgangurinn ?
Gaman að þessu