11. Píra skalt þú augun ef sólin er hátt á lofti
Ég stóð nakinn inni í eldhúsi, með blóðugan smurhníf í hægri hendi. Ég er örvhentur. Gömul kona gekk til mín, ég hafði aldrei séð hana áður – held ég, og blés í munnhörpuna sína. Ég skildi ekki alveg af hverju. Áttaði mig þó fljótlega á því hver þetta var. Þetta var dauðinn. Dauðinn er hvorki með ljá né sláttuvél einsog flestir vilja vera láta. Hann er gömul kona sem blæs í munnhörpu; er það ekki alveg eins gott? Þegar hún hafði lokið laginu sem hún var að spila, sem var eitthvað úr Star Wars held ég, rétti hún mér vasaklút og hvarf.

Ég vissi ekki hvers vegna hún hafði komið, stakk klútnum í vasann og hélt ótrauður áfram að smyrja brauðsneiðina. Ferskt blóð og ostur; bezta samsetning í heimi held ég. Mjólk og Morgunblaðið; ágætt líka býst ég við. Allt þetta í senn – ótrúleg upplifun.

Líf mitt hefur aldrei verið annað en fábrotið og fábreytt, læt t.a.m. varla sjá mig utandyra að degi til, nema þegar það er mjög skýjað og dimmt. Ætli ég sé ekki nokkurs konar nátthrafn.

Það var erfitt að vera vampíra í þá daga. Það er það enn...  
Elmar Geir Unnsteinsson
1984 - ...
<p><a href="mailto:ekztac@simnet.is">ekztac@simnet.is</a></p>


Ljóð eftir Elmar Geir Unnsteinsson

Úlfar fæðast ekki sem menn
...bara stök staka
Dauðinn grét í gær
Ekki lesa, þú gætir drukknað
undirbúningur/tilbúðingur
Ég skammast þín
Bólu-Hjálmar?
Guð gefur blóð á sunnudögum
Karlmennskan uppmáluð
Þetta er ekki ljóð
Uppreisn!
Lúmsk gæfa minnisleysis
Ljóð
11. Píra skalt þú augun ef sólin er hátt á lofti
Helvítis fífl
Allir naga
Dammið
Það gildir einu hvað máli skiptir