Haust vs. Vetur
Ég vaknaði í morgun
og nennti ekki
fram úr
því það var svo
kalt.

Ég opnaði útidyrnar
og fann frostið
hamast við
að reka burt haustið.

Ég leit á þéttu,
grænu runnana.
Þeir voru ekki þéttir
og grænir lengur.

Þeir voru berir
og brúngráir
og laufin voru öll á gangstígnum,
gul og brún.

Gerðist þetta allt í nótt?
 
Katrín G.
1987 - ...


Ljóð eftir Katrínu G.

Leiðin til hamingjunnar
Haust vs. Vetur
Heimsendir
Morgun einn fyrir nokkru, I hluti
Morgun einn fyrir nokkru, II hluti
Morgun einn fyrir nokkru, III hluti
Morgun einn fyrir nokkru, IV hluti
Sálumessa sumarsins
Heimsendir?
Kaldlyndi
Innra með þér
Frosin árás
Fokkit
Sorg