Morgun einn fyrir nokkru, I hluti
(Glaðlyndur prófessor, morgunhani)
Ég dreg djúpt að mér andann.
“Uuummmm...”
Ferskt morgunloft.
-Slamm!!
Hurðin læst, vinnan bíður.
Geng af stað, týnist næstum í myrkrinu.
Sé varla hársbreidd frá mér.
“Guð minn góður!”
4 kringlótt, lítil græn ljós stara á mig.
“Geimverur? Ætla þær að taka mig?”
Ég færi mig hljóðlega nær.
Örsmá hvít hár birtast kringum ljósin.
Ég færist nær.
Stíf, sviplaus kattasmetti stara á mig.
“Fjúff! Bara ofurlítil kattargrey
í myndastyttuleik!”
Ég held göngunni áfram.
 
Katrín G.
1987 - ...


Ljóð eftir Katrínu G.

Leiðin til hamingjunnar
Haust vs. Vetur
Heimsendir
Morgun einn fyrir nokkru, I hluti
Morgun einn fyrir nokkru, II hluti
Morgun einn fyrir nokkru, III hluti
Morgun einn fyrir nokkru, IV hluti
Sálumessa sumarsins
Heimsendir?
Kaldlyndi
Innra með þér
Frosin árás
Fokkit
Sorg