Morgun einn fyrir nokkru, III hluti
(Miðaldra heimilislæknir, önugur, veraldarvanur)
Ég er heimilislæknir.
Fer í húsvitjanir.
Er á næturvakt.
Á leið til gömlu frk.Møller.
Fíni Bensinn minn er ekki gerður
fyrir svona þröngar götur,
troðnar af hundraðþrjátíuogsjö ára gömlum eikartrjám.
Lötrast áfram.
“Þoli ekki einstefnugötur!
7,9,13, bíðum nú við?
Aha! Þarna! Hús númer 11!”
Mjaka Bensinum í þykjustu bílastæði.
Losa beltið, stekk út úr bílnum,
gleymi að slökkva á ljósunum.
-Mjááá! Glymur í hausnum mínum.
Man svo eftir ljósunum,
Beygi mig inn í bílinn og slekk á þeim.
Þau flökta dulítið áður en þau hrökkva af.
Gamlar perur, þarf að skipta bráðlega.
Í flöktinu sé ég 2 pör af illigirnislegum kattarglyrnum stara á mig.
Grábröndóttar kisur með hvíta bringu.
“Venjulegir húskettir, hugsanlega með gláp-syndrome”
Og ég rölti mjóa malarstíginn
upp að húsi gömlu frk.Møller.
 
Katrín G.
1987 - ...


Ljóð eftir Katrínu G.

Leiðin til hamingjunnar
Haust vs. Vetur
Heimsendir
Morgun einn fyrir nokkru, I hluti
Morgun einn fyrir nokkru, II hluti
Morgun einn fyrir nokkru, III hluti
Morgun einn fyrir nokkru, IV hluti
Sálumessa sumarsins
Heimsendir?
Kaldlyndi
Innra með þér
Frosin árás
Fokkit
Sorg