Hringrás
Döpur horfir
hún í regnvott strætið
í daufri skímu ljósastauranna
sér hún blika á tár...
...eitt lítið tár
á leið til jarðar
þar sem það sameinast hinum
og fellur svo aftur
á öðrum stað
á öðrum tíma
Hringrás