Dagur 725
Getur þú verið vonlítill?
Eftir að það hefur hrunið úr loftinu
og ofan á brauðið sem þú ætlaðir
að gefa hundinum hennar
sem hefur alltaf verið svo hjálpleg,
ferleg og ofboðsleg þó að hundurinn
skíti alltaf í runnanum hjá þér
og horfi svo glottandi og með hungursvip
á börnin sem voru send í skólann
en gleymdu sér í garðinum.
Fötin eru hætt að passa utan á þau
og farið að sjást
í bert holdið!
 
Stefán Hermannsson
1957 - ...


Ljóð eftir Stefán Hermannsson

Hvað ef.
Öryggi
Landamæri.
Stormviðvörun.
Fróð leikur
Hverfur?
Bundið fyrir augun.
Hefurðu heilsu?
Fyrirlestur (orðræpa)
Framburður
Stef
2.stef
Dagur 725
Næsti dagur
597?
Mig langaði svo.
Ef ég hugsa mig vel um.
Við erum, er það?
Verður allt að vera
Stjórnmál.
Umbúðarlaust