þú og ég
Þú verður alltaf hér í mínu lífi
Þó ég finni, þú færist mér fjær
Þegar ég þrái ekkert meira
En þú færðist örlítið nær.
Það eina sem stendur eftir
Er ljósið sem lýsir mér
Sólin sem vaknar að morgni
Og lýsir upp daginn með sér.
Sólin sem eigum við saman
Sólin sem er mér svo kær
Sólin sem elskum við bæði
Sól sem er elskan svo tær.
Og það eina sem á ég nú eftir
Er minningin um mig og þig
Og litla stelpan sem vekur
Með kossi og faðmlagi mig.
Svo fögur að innan sem utan
Svo lík elsku pabba sín
Og það eina sem stendur eftir
Í sambandi mínu og þín.
Þó ég finni, þú færist mér fjær
Þegar ég þrái ekkert meira
En þú færðist örlítið nær.
Það eina sem stendur eftir
Er ljósið sem lýsir mér
Sólin sem vaknar að morgni
Og lýsir upp daginn með sér.
Sólin sem eigum við saman
Sólin sem er mér svo kær
Sólin sem elskum við bæði
Sól sem er elskan svo tær.
Og það eina sem á ég nú eftir
Er minningin um mig og þig
Og litla stelpan sem vekur
Með kossi og faðmlagi mig.
Svo fögur að innan sem utan
Svo lík elsku pabba sín
Og það eina sem stendur eftir
Í sambandi mínu og þín.
Allur réttur áskilinn höfundi