

Legg höfuð mitt við brjóst þitt
votur vangi sorgar.
Tínist ótti hjartans
í mjúkum höndum þér.
Bið sem vekur kenndir
tiplar stóri vísir
komið er nú myrkrið
á eftir mér þú lýsir.
Mótar skýja sólir
stjörnuaugað vætist
tregur vilji tómsins
leggst til hinstu hvíldar.
Í hinsta sinn ég mæti
við dyrnar þínar....
votur vangi sorgar.
Tínist ótti hjartans
í mjúkum höndum þér.
Bið sem vekur kenndir
tiplar stóri vísir
komið er nú myrkrið
á eftir mér þú lýsir.
Mótar skýja sólir
stjörnuaugað vætist
tregur vilji tómsins
leggst til hinstu hvíldar.
Í hinsta sinn ég mæti
við dyrnar þínar....