

Heimurinn klæðir sig í náttfötin,
og skýin halda að þau séu sniglar.
Tunglið, já tunglið
nýbúið að skrá sig inn á sína venjulegu vakt
kveikir ljósið a vagninum sínum
og heldur af stað.
--hálft í kvöld.
Í allri þessari dýrð
á gangstéttinni fyrir framan gult hús:
ólga í maganum
róleg, skríðandi spenna.
svipurinn ljómar blíðlega
hendurnar lagðar niður með hliðunum
--utan einstaka skipti þegar hægri höndin lyftist
til að taka smók af sígarettu.
--Einnig er gulur köttur við fæturna.--
Augnaráðið
Augnaráðið lítur út eftir veginum
upplýstum
og bíður eftir að skuggi af mannveru birstist.
--skyldi hún koma í kvöld??