

Enn á ný
upp
ljóskúla rís
og dreifir bjarmanum
á allt sem undir er.
Hvítt
sem úr skýjunum dreifir sér
í blámann
sem verður rákóttur í dag.
Enn á ný
litaðir englar
fylla loftið söng sínum
og gera bláan hljóðandi.
Aðeins ofar
ljóskúlan
yfir myndinni af lífi
lifandi
formbreytist
en heldur uppruna.
Í dag
eins og alla daga
í sömu átt: upp - miðja - niður
en vissan er sú
að í dag er öðruvísi en í gær
og á morgun verður ekki eins
svo ég tek ofan hattinn
og heilsa nýjum degi
upp
ljóskúla rís
og dreifir bjarmanum
á allt sem undir er.
Hvítt
sem úr skýjunum dreifir sér
í blámann
sem verður rákóttur í dag.
Enn á ný
litaðir englar
fylla loftið söng sínum
og gera bláan hljóðandi.
Aðeins ofar
ljóskúlan
yfir myndinni af lífi
lifandi
formbreytist
en heldur uppruna.
Í dag
eins og alla daga
í sömu átt: upp - miðja - niður
en vissan er sú
að í dag er öðruvísi en í gær
og á morgun verður ekki eins
svo ég tek ofan hattinn
og heilsa nýjum degi