Handan fjarlægðar
Hátt uppi yfir höfði mér
þar sem skýin hafa hulið
síðustu stjörnuna á himinhvolfinu
hinumegin við skýin
þar sem sálir okkar ganga
hlið við hlið
á milli draums og veruleika
þar sem alheimsskilningurinn
er daglegt brauð
þar sem mannleg blygðun
er ekki til
þar skulum við leggjast tvö
baða okkur í stjörnublikinu
ligja hlið við hlið
hugsa ekki um hvað er og hvað ekki
skilja allt og ekkert
sleppa af okkur beislinu
og dansa okkur þangað sem enginn
nær til okkar
án þess að hugsa um fjarlægðina milli okkar
þar sem skýin hafa hulið
síðustu stjörnuna á himinhvolfinu
hinumegin við skýin
þar sem sálir okkar ganga
hlið við hlið
á milli draums og veruleika
þar sem alheimsskilningurinn
er daglegt brauð
þar sem mannleg blygðun
er ekki til
þar skulum við leggjast tvö
baða okkur í stjörnublikinu
ligja hlið við hlið
hugsa ekki um hvað er og hvað ekki
skilja allt og ekkert
sleppa af okkur beislinu
og dansa okkur þangað sem enginn
nær til okkar
án þess að hugsa um fjarlægðina milli okkar