Nauðgunin mín
Nauðgun er sár
sárari en allt
liggur sem fjall
á sál þinni og lífi

Við vorum bara tvö
á flakki um bæ
í strætó við vorum
og áttum hann ein

Hann keyrði af leið
stoppaði langt í burt
burtu frá fólki

það var engin til hjálpar
hann tók mig svo fast
reif af mér pilsið
nærbuxur um leið

Tárin mín flæddu
hljóð og köld
niður kinnar og háls
og skildu eftir leið

Ég fann fyrir hörðum
og stórum limnum
hann þröngvaði sér inn
og meiddi mig um leið

mér fannst ég vera að rifna
rifna í tvennt
meðan hann hélt mér
og nauðgaði um leið

Ég beið þess
að hann hætti
fengi fullnægingu eða enhvað
bara please að hann myndi hætta

Núna sit ég og hugsa til baka
hvað ég var vitlaus
að reyna ekki að sleppa
en ég get það bara ekki

Þetta brýtur mann niður
og eiðileggur sál mans
þó svo sé liðið um 12 ár
síðan allt þetta skeði

maður getur ei elskast
með unnusta sínum
því minnignarnar koma
þegar allra síst skildi  
Ragnhildur Sveinsdóttir
1985 - ...


Ljóð eftir Ragnhildi Sveinsdóttur

Allt mín sök
You
Nauðgunin mín
Þú þig þér þín
HJÁLP
Minningar
Ástin mín
Hugsunin
Ástin mín :)