Aldrei nógu gott
Stroka pensils.
Ég horfi á málninguna þorna
á hlutlausum striga.
Eins og skúringakona
sem þrífur ósýnilegan blett,
gagnrýna augu mín:
Aldrei nógu gott, aldrei nógu gott.

Penni færist yfir blað.
Línu eftir línu fýkur hann
og hellir úr sér visku,
hellir úr sér lærdómi.
Hrífandi!
En samt heyrist hvíslað:
Aldrei nógu gott, aldrei nógu gott.

Hreyfing líkama.
Handleggur, fótur, bak.
Holdgerving tignar.
Geislandi af glæsileik.
En eitt skref of hratt,
allt er ónýtt.
Aldrei nógu gott.  
Elísabet
1980 - ...


Ljóð eftir Elísabetu

Þrátt fyrir allt
Your words
Þar til dauðinn aðskilur okkur
Flóði
In a Dream
Aldrei nógu gott
So Close
So Blue
Tomorrow
Bómull
You x 3