Ég vildi ég væri
Ég vildi að ég væri
Væri eins og þið viljið að ég sé
En ég get það bara ekki!
Afhverju ætlist þið að ég sé öðruvísi ?
Afhverju má ég ekki vera eins og ég vil ?
Elsku mamma, ég bið þig
Hættu að öskra
Ég get ekki breyst
Ég vildi að ég gæti það
En það er svo erfitt.
Það er svo erfitt
Að þurfa að lifa svona
Að vera einskins virði
Að lifa í lygum og blekkingum
Að vera ekki elskuð.
Þegar að tárin leka niður kinn
Og enginn til staðar til að þerra þau
Mér finnst ég vera hötuð,
Þegar að ekki einu sinni þú
Kemur að hugga mig
Ég vildi að ég væri
Væri eins og þið viljið að ég sé
En ég get það bara ekki....
 
Kolbrá
1989 - ...


Ljóð eftir Kolbrá

Hvar er mamma ?
Goodbye
Ég vildi ég væri
ástar tregi
Kveðja
Skilningslaus
Nei
Fortíð mætir framtíð