ástar tregi
Þöngin ein ríkir
Sit ein, hugsi, djörf, dauf
Tárin renna niður kinnar
Hlý tár á köldum kinnum

Í kirkjugarði er gott að vera
Þögul orð fljúga um höfuðið
Orð saknaðar
Orð trega
Orð sem þrá þá gömlu góðu tíð
Þegar að hamingja var til í hjarta mínu

Liggja í dvala hörpustrengir
Stengir gleði og sorgar, ástar og dauða
Fegurð víðáttunar fyllir mig von
Sannfærist að lífið gæti verið yndislegt
Hamingja myndast

Þegar að þú klýfur fjöll
Ferðu alltaf niður aftur
Sama hvort þér líkar það eður ei
Vonina hverfur
Myrkrið tekur öll völd

Finnst ég vera missa takið
Takið á lífstrengnum
Ég reyni að klifra upp
En datt alltaf niður
Get ei lengur barist
Verð að sleppa....

Vonin deyr
Andlitið fölnar
Hjartað brestur

Ekki deyja fyrir þá sem hata þig, lifðu fyrir þá sem elska þig.
 
Kolbrá
1989 - ...


Ljóð eftir Kolbrá

Hvar er mamma ?
Goodbye
Ég vildi ég væri
ástar tregi
Kveðja
Skilningslaus
Nei
Fortíð mætir framtíð