Kvöld víman
Fyrir framan húsið
lagðirðu þig og hugsaðir:
ef ég væri stjarna
þarna einhvers staðar uppi
væri jörðin þá niðri eða
uppi
kannski á hlið
já...
og einhvern veginn urðu þessar hugleiðingar
þér til halds og trausts
líkt og þumalputtinn í æsku
og í þinni sannfæringu
varstu viss um að jörðin
væri alltaf ofurlítið skökk
lagðirðu þig og hugsaðir:
ef ég væri stjarna
þarna einhvers staðar uppi
væri jörðin þá niðri eða
uppi
kannski á hlið
já...
og einhvern veginn urðu þessar hugleiðingar
þér til halds og trausts
líkt og þumalputtinn í æsku
og í þinni sannfæringu
varstu viss um að jörðin
væri alltaf ofurlítið skökk