

konan spurði mig
klökk
um guð
hvort ég tryði ekki
ætti ekki guð
í hjartanu mínu
og ég brosti þreytulega
þegar ég reyndi að útskýra
hvernig ég ætti fullt í fangi
með að trúa á mig
mig sem er einstæð móðir
í vesturbænum og svo raunveruleg
að mig verkjar stundum undan því
klökk
um guð
hvort ég tryði ekki
ætti ekki guð
í hjartanu mínu
og ég brosti þreytulega
þegar ég reyndi að útskýra
hvernig ég ætti fullt í fangi
með að trúa á mig
mig sem er einstæð móðir
í vesturbænum og svo raunveruleg
að mig verkjar stundum undan því