

Á milli þeirra
liggur áin
æð borgarinnar
og á milli þeirra
liggur brúin
í fullkomnum boga
og ofan á boganum
standa þau
og horfa á strauminn
meðan færist höndin
hægt, á móti hönd
og augun
snúast gegnt augum
vandræðaleg bros
sem færast nær
og koss
-sem sendir straum-
og andartakið fest
í minningunni
Á milli þeirra
liggur heitur straumur
ástar
liggur áin
æð borgarinnar
og á milli þeirra
liggur brúin
í fullkomnum boga
og ofan á boganum
standa þau
og horfa á strauminn
meðan færist höndin
hægt, á móti hönd
og augun
snúast gegnt augum
vandræðaleg bros
sem færast nær
og koss
-sem sendir straum-
og andartakið fest
í minningunni
Á milli þeirra
liggur heitur straumur
ástar