Reglugerð um gerð og búnað
Hornspangagleraugun reikna
mislit jakkafötin vega
brúnir inniskórnir meta

tangir, hnífar, klippur
leika um mig
þar sem ég ligg á
köldum málmbekknum

þeir vilja ganga úr skugga um
að ég sé hæfur á göturnar
að ég sé samkvæmt reglugerð

bíðum og vonum
kannski yfirsést þeim
meingallað bremsukerfið  
Helgi Hrafn
1984 - ...


Ljóð eftir Helga Hrafn

Í horninu
Hæka án titils
Hæka án titils
Uppstopparinn
Reglugerð um gerð og búnað
Án titils
Að hugsa sér
Hann er ekkert venjulegur
Vansvefta hamingja
Án titils