Hann er ekkert venjulegur
Hann stakk hnífnum í brauðristina
rafmagnaðist upp
og fór í vinnuna

hann er nefnilega ekkert
venjulegur

og hann sest fyrir framan skrifborðið
lyklar inn læknaskýrslur
allan daginn
alla daga

svo gengur hann heim
á leiðinni hrynja ljósastaurarnir
á hann

hann er nefnilega ekkert venjulegur

svo eldar konan hans kjötbollur
hann fleygir þeim eins og boltum
sem skoppa á gólfinu

og þá fer hann á barinn
fær sér sígarettu
hann er nefnilega hættur að reykja

bjórinn ræðst á hann úr glösunum
von bráðar er hann gegnsósa
heimferðartími

hann er nefnilega alveg gaga  
Helgi Hrafn
1984 - ...


Ljóð eftir Helga Hrafn

Í horninu
Hæka án titils
Hæka án titils
Uppstopparinn
Reglugerð um gerð og búnað
Án titils
Að hugsa sér
Hann er ekkert venjulegur
Vansvefta hamingja
Án titils