Án titils
Alltaf á grímuballi
eltir þann næsta
hlærð og drúpir höfði

við gengum í gegnum
garða og rákumst
á grimman hund

leiðir okkar tvístruðust

og nú þegar degi hallar
hangir búningurinn
á snaganum

og þú hverfur
undir sængina
og segir ekki orð  
Helgi Hrafn
1984 - ...


Ljóð eftir Helga Hrafn

Í horninu
Hæka án titils
Hæka án titils
Uppstopparinn
Reglugerð um gerð og búnað
Án titils
Að hugsa sér
Hann er ekkert venjulegur
Vansvefta hamingja
Án titils