Ástfangin af Almættinu
Það breytti öllu að verða ástfangin

Ég hefði ekki getað trúað því
en ég varð ný

Glæný

Litirnir virtust skærari
og andadrátturinn léttari.

Hjartalagið fékk nýja heild

Ég hefði ekki getað trúað því hve gott
Er að vera ástfangin af Almættinu

Hann gefur mér allt sem hjartað þráir


Demantshringi gæti hann gefið mér tíu
en hann veit að hvaða demantur sem er
getur ekki fyllt sál mína

Ekki fuglasöngur eða kertaljós,
glænýr bíll eða snoturt hús

Þó gæti Hann gefir mér þetta allt

Hann elskar mig meir en verðmæti heimsins
Hann hlustar á hjarta mitt slá og telur hvert tár
Hann veit um gleymd leyndarmál og mín dýpstu sár

Og Hann veit að ég veit að Hann veit

Svo við getum þagað saman
meðan mínúturnar telja tíman.


Án þess að rjúfa þögnina getur
Hann hvíslað til mín
Ég elska þig

Orð Hann eru eins og gola sem blæs ljúft inn í sálina
Frið og fullkomnun

Ég svara með minni veiku mennsku röddu
Jesús ég elska þig en fyrst þú elskaðir mig.

Þá fyrst er þögnin rofin
en ástin sú sama
Ég hefði ekki getað trúað hve mikilfenglegt það er
að vera ástfangin af almættinu.

 
Steinunn Ýr
1982 - ...


Ljóð eftir Steinunni Ýr

Kaffi með mjólk
Ástfangin af Almættinu
Englaher bjargaði mér
Hversdagsleikinn og Þú
Dag sem nótt
Baggablús