Allir naga
Hvernig er hægt að slíta sig frá svona hugsunum? Slíta aldagamla ösp upp með rótum., alltaf eitthvað eftir.

Kemur aftur og aftur.

Lífið er ein löng barátta við mannlegt eðli.

Ein löng barátta gegn því að vera „eðlilegur“.

Það er kjaftæði, goðsögn, að maður geti þekkt sjálfan sig illa.

Maður nagar alltaf fjötrana sem sjálfsþekking kastar á mann.

Þeir sem segjast ekki naga lifa í sjálfsblekkingu.

Allir naga.

Allir vita hvað mannlegt eðli er – hvatir sem láta ekki af stjórn.

Allir berjast gegn mannlegu eðli, að lifa er að heyja styrjöld við sjálfan sig.

Að deyja er að játa sig sigraðan, meinið er að það að lifa er líka að játa sig sigraðan.

Hvatir eru verkfæri djöfulsins, handbendi myrkrahöfðingjans.

Ljótasta orð í heimi er eðlishvöt, eðlishvöt, eðlishvöt.  
Elmar Geir Unnsteinsson
1984 - ...


Ljóð eftir Elmar Geir Unnsteinsson

Úlfar fæðast ekki sem menn
...bara stök staka
Dauðinn grét í gær
Ekki lesa, þú gætir drukknað
undirbúningur/tilbúðingur
Ég skammast þín
Bólu-Hjálmar?
Guð gefur blóð á sunnudögum
Karlmennskan uppmáluð
Þetta er ekki ljóð
Uppreisn!
Lúmsk gæfa minnisleysis
Ljóð
11. Píra skalt þú augun ef sólin er hátt á lofti
Helvítis fífl
Allir naga
Dammið
Það gildir einu hvað máli skiptir