

Hann stakk hnífnum í brauðristina
rafmagnaðist upp
og fór í vinnuna
hann er nefnilega ekkert
venjulegur
og hann sest fyrir framan skrifborðið
lyklar inn læknaskýrslur
allan daginn
alla daga
svo gengur hann heim
á leiðinni hrynja ljósastaurarnir
á hann
hann er nefnilega ekkert venjulegur
svo eldar konan hans kjötbollur
hann fleygir þeim eins og boltum
sem skoppa á gólfinu
og þá fer hann á barinn
fær sér sígarettu
hann er nefnilega hættur að reykja
bjórinn ræðst á hann úr glösunum
von bráðar er hann gegnsósa
heimferðartími
hann er nefnilega alveg gaga
rafmagnaðist upp
og fór í vinnuna
hann er nefnilega ekkert
venjulegur
og hann sest fyrir framan skrifborðið
lyklar inn læknaskýrslur
allan daginn
alla daga
svo gengur hann heim
á leiðinni hrynja ljósastaurarnir
á hann
hann er nefnilega ekkert venjulegur
svo eldar konan hans kjötbollur
hann fleygir þeim eins og boltum
sem skoppa á gólfinu
og þá fer hann á barinn
fær sér sígarettu
hann er nefnilega hættur að reykja
bjórinn ræðst á hann úr glösunum
von bráðar er hann gegnsósa
heimferðartími
hann er nefnilega alveg gaga