Daðrað í dalnum
Tjaldborgin - töfrandi dalur
tökum lagið við varðeld og spil.
Bernskan brosir, dreyminn er halur
hér brúum við kynslóðabil.

Kvöldgolan klettana strýkur
kviknar fjörug hjá snótinni þrá.
Að morgni er myrkrinu lýkur
margur vaknar voninni hjá.

Þá er sungið og dansað í dalnum
og daðrað í laut og hlíð.
Fegurð lífsins í fjallasalnum
fæðist á þjóðhátíð.

[2000]  
Selma Hrönn Maríudóttir
1969 - ...


Ljóð eftir Selmu Hrönn Maríudóttur

Einkamál
Einn í húmi nætur
Daðrað í dalnum
Húsafell
Limra
Til hamingju
Hugleiðing
Á þjóðhátíð fer ég
Við bergsins bjarma