Morgunn
Dagur senn á lofti er, húmið hopar
hafsjór skýja á vindum berst.
Í náttúrunni rjúpnakarri ropar
röðullinn við fjallstopp skerst.

Sólargeislar fjöllin fögur baða
fjörug lömbin bregð' á leik.
Í oddaflugi gæsir upp sér raða
Öll skýin litast, verða bleik.

Vaknar allt af værum svefni nætur
vængjaklið frá lóuhópi heyri.
Morgundöggvað grasið ennþá grætur
gefur nokkra dýrð að líta meiri ?  
Geir Thorsteinsson
1948 - ...


Ljóð eftir Geir Thorsteinsson

Hauststemma
Í nótt
Vorkoma
Ljóðstafir
Nútíminn
Dagrenning
Veiðiferð
Stökur um ást
Morgunn
Tjörnin mín heima
Kattartilvera
Haustvísur
Jólin koma
Vorið er komið