Tjörnin mín heima
Tjörnin mín heima er heimur sem speglar allt annað;
við hana börnin svo frjáls leika sér.
Fátt er það, sem þarna er bannað
þú, taktu nú sæti og gleymdu þér.

Svo falleg og húsin á hvolfi þar blika.
en hverfa skjótt við bárur í blæ.
Samhljóma við lífið, sem líkt og að hika
svo litla stund er og sjaldan næ.

Liljur vatnsins sér ljúflega vagga,
vatnið er þeirra lífsins lind.
Æskan þar leikur og bindur sér bagga
og býr til sumarsins fegurstu mynd.

Varla nú bærast blómin í kring
er brosa mót sólinni hlýrri.
Af gleði í anda og sálu ég syng
og samgleðst heimsmyndinni nýrri.  
Geir Thorsteinsson
1948 - ...


Ljóð eftir Geir Thorsteinsson

Hauststemma
Í nótt
Vorkoma
Ljóðstafir
Nútíminn
Dagrenning
Veiðiferð
Stökur um ást
Morgunn
Tjörnin mín heima
Kattartilvera
Haustvísur
Jólin koma
Vorið er komið