Lífsbjörg.

Farin frá mér fíknin er
fegin ég anda léttar.
Frjáls og glöð ég núna fer
fulltrúi minnar stéttar.

Margt og mikið hef ég lært
mun því ekki gleyma.
Hjarta mitt þið hafið nært.
Í hjarta mínu þið eigið heima.

Þvílík ykkar þekking er
þroski ykkar og kraftur.
Yndisleiki af ykkur ber.
Ykkur ég sé vonandi aftur.

Visku ykkar þið veittuð mér.
Vanda minn nú ég skil.
Tryggð og traust þið sýnduð hér.
Takk fyrir það að vera til.

 
Sóley
1978 - ...


Ljóð eftir Sóley

Lífsbjörg.
Maðurinn með ljáinn.
Litla barnið/Litla ég.
Lítill fiskur,hákarl stór.
Annar heimur.
Vetur konungur.
Grátur eftir hlátur.