Annar heimur.

Ég sit hér ein og hlusta.
Það er nótt og flestir líklega sofandi.
Ég hlusta á kyrrðina,
hún er svæfandi.
Ég slaka öll á.
Öll streita svífur í burt út í myrkrið.
Mér finnst ég svífa
líkt og ég sé á mínu eigin skýi.

Ég loka augunum
og læt sem ég sé í öðrum heimi.
Langt í burtu frá áhyggjum,streitu og sorg.
Þessi heimur er staður sem ég heimsæki
þegar áhyggjur og ami hversdagsins
yfirbuga mig.
Hann hjálpar mér að slaka á
og hugsa um hve lífið getur verið
fagurt og gott.
Ef maður einblínir ekki aðeins á vandamál sín
heldur horfir í aðra átt og sér lausnina á vandanum.

Að hlutirnir séu ekki eins slæmir
og þeir virðast í fyrstu.
Svo opna ég augun
og sál mín fyllist nýrri lífssýn.

Hún fyllist von um betri tíð.
 
Sóley
1978 - ...


Ljóð eftir Sóley

Lífsbjörg.
Maðurinn með ljáinn.
Litla barnið/Litla ég.
Lítill fiskur,hákarl stór.
Annar heimur.
Vetur konungur.
Grátur eftir hlátur.