Maðurinn með ljáinn.

Lífið er oft svo
gruggugt og grátt.
Þú sérð ekki ljósið
aðeins myrkursins mátt.

Þú vilt ekki heyra,
þú vilt ekki sjá.
Þú sem að leitar
að manni með ljá.

Sá maður er dauðinn
svo hlustaðu nú.
Hann læðist og laumast.
Hans ósk er helst sú...

...að fanga sem flesta
og núna ert það þú!
 
Sóley
1978 - ...


Ljóð eftir Sóley

Lífsbjörg.
Maðurinn með ljáinn.
Litla barnið/Litla ég.
Lítill fiskur,hákarl stór.
Annar heimur.
Vetur konungur.
Grátur eftir hlátur.