Vetur konungur.

Sólin skín og fuglarnir syngja.
Grasið orðið grænt og blómin að spretta.
Þú flýtir þér á fætur,hleypur svo út
aðeins klædd í stuttbuxur og hlírabol,
ætlar í sólbað.
En raunin verður önnur
því þú rennur á hálku
og dettur ofan í snjóskafl.
Það er þá sem þú gerir þér grein fyrir því að þig var bara að dreyma.
Það er ekki komið sumar.
Vetur konungur situr enn í hásæti sínu
og hlær nú dátt að flónsku þinni.  
Sóley
1978 - ...


Ljóð eftir Sóley

Lífsbjörg.
Maðurinn með ljáinn.
Litla barnið/Litla ég.
Lítill fiskur,hákarl stór.
Annar heimur.
Vetur konungur.
Grátur eftir hlátur.