Lítill fiskur,hákarl stór.

Lítill fiskur
syndir hratt.
Hann er að flýta sér
er að verða of seinn í mat.

Hann syndir hraðar
og hraðar.
Hann tekur ekki eftir því
að hann er eltur.

Hann hlakkar til
því það er uppáhaldsmaturinn hans í dag.
Ormar og meiri ormar,
ormakássa.

Allt í einu
er hann gripinn.
Það er hákarl
stór og mikill.

Það er þá sem hann áttar sig á því
að hann fær engan mat.
Því hann er maturinn..

...Aðalrétturinn.  
Sóley
1978 - ...


Ljóð eftir Sóley

Lífsbjörg.
Maðurinn með ljáinn.
Litla barnið/Litla ég.
Lítill fiskur,hákarl stór.
Annar heimur.
Vetur konungur.
Grátur eftir hlátur.