

Lítill fiskur
syndir hratt.
Hann er að flýta sér
er að verða of seinn í mat.
Hann syndir hraðar
og hraðar.
Hann tekur ekki eftir því
að hann er eltur.
Hann hlakkar til
því það er uppáhaldsmaturinn hans í dag.
Ormar og meiri ormar,
ormakássa.
Allt í einu
er hann gripinn.
Það er hákarl
stór og mikill.
Það er þá sem hann áttar sig á því
að hann fær engan mat.
Því hann er maturinn..
...Aðalrétturinn.