Opið bréf til barna Íslands
Elsku sárþjáðu börn þessa lands.
Þið langveiku ofvirku lesblindu
fjölfötluðu einhverfu börn.
Þið sem þjáist af þunglyndi vélindabakflæði
offitu athyglisbresti og geðhvörfum.
Þið hæfileikalausu borðtuskur.

Listir þrífast ekki í góðæri.

Eigum við ekki að leggja frá okkur pennann með sjálfsmorðshugleiðingaljóðablekinu
og borða rítalínið okkar og prósakið
og biðja sköpunarþörfina óstjórnlegu að bíða þangað til við verðum fátæk aftur?
 
Hildur Lilliendahl
1981 - ...


Ljóð eftir Hildi Lilliendahl Viggósdóttur

Um auðtrú hins nakta karlmanns
Óreiða
afi
Vonbrigðin þín
óljóð
Konan sem vorkenndi mér
Litað gler
Ferð eftir malbiki
Opið bréf til barna Íslands
Einmitt nákvæmlega akkúrat svona með fyrirvara um nauðsynlegar breytingar á hegðun atferli og framkomu
U-beygja
Skammtímamarkmið?
ljóð handa manni með þýskt eftirnafn og konu sem yrkir fiðrildaljóð