

Þýskur ferðalangur röltir um skóginn.
Hann kemur auga á hús,
Hús sem englar vaka yfir.
Ferðalangur ber að dyrum,
dyrnar opnast.............
Og út kemur maður, maður sem líkast til hefur yfirgefið jarðneska heima.
Ferðalangur segir: Á allri minni ævi hef ég gengið um dimma dali en aldrei
litið augum á veru eins og þig.
Maður nefnir: Eigi skal höggva.
Ferðalangur lítur upp og sér að öxi kemur æðandi í átt til hans.
Þögn.
Þögn.
Þögn.
Ferðalangur hefur yfirgefið.
Gengur um dimma dali og lítur yfir farinn veg.
Þögn..................
Hann kemur auga á hús,
Hús sem englar vaka yfir.
Ferðalangur ber að dyrum,
dyrnar opnast.............
Og út kemur maður, maður sem líkast til hefur yfirgefið jarðneska heima.
Ferðalangur segir: Á allri minni ævi hef ég gengið um dimma dali en aldrei
litið augum á veru eins og þig.
Maður nefnir: Eigi skal höggva.
Ferðalangur lítur upp og sér að öxi kemur æðandi í átt til hans.
Þögn.
Þögn.
Þögn.
Ferðalangur hefur yfirgefið.
Gengur um dimma dali og lítur yfir farinn veg.
Þögn..................