Á páskaföstu í Eyjafirði.
Vorþeyr fer um fjallaskörð
fram um dal og tanga
um skógarlund, um laut og börð
leitar glettinn fanga
og Drottins blessuð barnahjörð
býr sig út að ganga.
Er nú þorrin þung og hörð
þrautin vetrar stranga
í geislum sólar grætur jörð
af gleði blómin anga
yfir "Leirunnar" úldna svörð
álftahjónin spranga.
Haltu nú Guð um vorið vörð
því vont er í bæli að hanga
nú fer ég með bljúgri bænagjörð
og bros um gráa vanga
á sunnudagsrúntinn fram í fjörð
á Föstudaginn langa.
fram um dal og tanga
um skógarlund, um laut og börð
leitar glettinn fanga
og Drottins blessuð barnahjörð
býr sig út að ganga.
Er nú þorrin þung og hörð
þrautin vetrar stranga
í geislum sólar grætur jörð
af gleði blómin anga
yfir "Leirunnar" úldna svörð
álftahjónin spranga.
Haltu nú Guð um vorið vörð
því vont er í bæli að hanga
nú fer ég með bljúgri bænagjörð
og bros um gráa vanga
á sunnudagsrúntinn fram í fjörð
á Föstudaginn langa.