Edrúlífið er svo magnað
Að treysta guði er það besta sem ég þekki
Þurfa ekki að halda að fólk mig blekki
Því Guð kennir mér að sjá
Hverjir segja satt frá

Viltu læra það sem ég hef lært
Af því sem ég get af mig stært
Því það er magnað að lifa sátt
Í sambandi við þann sem ég kalla minn æðri mátt

Ég er svo þakklát fyrir þetta
Ég fólk er hætt að pretta
Lýg og stel ekki lengur
Já þetta er þvílíkur fengur

Á andans braut ég komin er
Bið og hugleiði sem betur fer
Því það heldur í mér frábæru lífi
Og höndinni frá flugbeittum hnífi

Þetta gerir guð fyrir mig
Hann segir að það sé því ég tali við sig
Dag sem nóttu
Hugsanir mínar hann sóttu

Þessu getur þú líka kynnst
Eins og þú hefur á minnst
Trúðiru eitt sinn á hann
En að tala við hann þú segir “ég ey kann”

Nú ferð þú og biður
Um að það komi yfir þig friður
Nú getur þú lifað sátt
Í sambandið við æðri mátt

Núna tekur þú upp penna
Á þig tvær grímur renna
Skrifar niður allar þínar syndir
Sem í huganum lifa sem myndir

Segðu mér svo frá öllu saman
Þó þetta verði ey gaman
En þvílík sæla þegar það endar
Þér fyrirgefningar verða sendar

Skaðann þú verður að bæta
Suma kannt þú að græta
þér virðingu þeir sýna
Þegar sársaukinn fer að dvína

Svo eykst þér lífsins krafur
Þú gerir þetta aftur og aftur
Því þú sérð að þetta gefur þér mikið
Þetta verður ekki svikið

Hugleiðsla og bæn tekur nú við
Guð leggur þér heilmikinn lið
Lífsgleði þín vekur von hjá veikum
Þú ferð að hjálpa þeim sveittum og smeykum.

Trú án starfs er dauð
Guð okkur annað tækifæri bauð
Hægt er að klúðra því á svo auðveldan hátt
Þú munt kynnast því svo æði brátt

Muntu því allt sem þú hefur heyrt
Öllu þú getur nú breytt
Hjálpina færð á svo mörgum stöðum
Sponsorar bíða í röðum

Nýliði kemur nú inn
Og sér lífsglampann þinn
Um hjálp hann biður
Og innra með þér er friður

Nýliðinn hringir svo í þig og spyr
Hvernig var þetta með þig
Þú segir; mér opnuðust nýjar dyr
Já, tólf sporin margborga sig

 
forystugeitin
1983 - ...


Ljóð eftir forystugeitina

Ástarsorg
Edrúlífið er svo magnað
hafgyðjan
brotinn persónuleiki
grámygla
á ný
látin
án orða
sumir halda...
fortíðar glamur
alone