Á bak við
Tregafullt augntillit
festi sig við brosið mitt
breytti mér.
Brosið mitt dvínaði
dagurinn lengdist
og ég hætti að horfa í augu þér.
Bak við blikið
er óróleg minning
um allt sem ég gerði
en ég elska þig.
Bak við blikið
er draumur að deyja
og ég spyr ekki aftur
hvort þú elskir mig.  
Þórey Ómarsdóttir
1983 - ...


Ljóð eftir Þórey Ómarsdóttur

Ást
Án nafns
Döggin
Án nafns
Á bak við
Hafið
Líf