hafgyðjan
Hún syngur með sinni seiðandi rödd
og ákallar framliðnar sálir þar sem hún stendur í fjöruborðinu.
Hafið strýkur hvítar iljarnar og reynir að lokka hana til sín.
Hún horfir með dreymandi svip á blágræna hafið sem er svo fagurt.
Hún leikur við það með söngnum og hefur það á valdi sér um stund.
Hafinu líkar við hana þar sem hún stendur líkt og gyðja sem er að bíða eftir einhverju. Svo lokar hún augunum og hreyfir sig í takt við ölduhljóðið.
Hún finnur sálirnar í kringum sig,
ímyndar sér um stund að hún tilheyri þeim. Skyndilega fellur á dúnalogn og innra með henni ríkir friður sem aldrei hefur verið. Hún er frjáls og snýr til síns heima.
og ákallar framliðnar sálir þar sem hún stendur í fjöruborðinu.
Hafið strýkur hvítar iljarnar og reynir að lokka hana til sín.
Hún horfir með dreymandi svip á blágræna hafið sem er svo fagurt.
Hún leikur við það með söngnum og hefur það á valdi sér um stund.
Hafinu líkar við hana þar sem hún stendur líkt og gyðja sem er að bíða eftir einhverju. Svo lokar hún augunum og hreyfir sig í takt við ölduhljóðið.
Hún finnur sálirnar í kringum sig,
ímyndar sér um stund að hún tilheyri þeim. Skyndilega fellur á dúnalogn og innra með henni ríkir friður sem aldrei hefur verið. Hún er frjáls og snýr til síns heima.