

Þú kemur í þvöguna
sem spyrnir á móti.
Einn á móti áttatíu
og veist þú getur ekkert einn.
Svo með talstöð að vopni
brjálæðið í augunum
hræðslu í höfðinu
fingurna spennta um bareflið
en skítinn í buxunum
kallarðu á vini þína
sem koma von bráðar
með fleiri vopn
meira brjálæði
meiri hræðslu
og enn meiri skít í buxunum
því þeir vita það jafnvel og þú
að þó þeir felli einn okkar
koma tveir í hans stað
af meiri hörku
og enn meiri reiði.
Og núna
augliti til auglits
andspænis hver öðrum
stöndum við að velli
í þögn.
Þú ert eflaust með vopn í hendi
en vald þitt virði ég ekki
og mun aldrei.
Svo að án ótta
læt ég fyrsta högg þessarar baráttu ríða af.
sem spyrnir á móti.
Einn á móti áttatíu
og veist þú getur ekkert einn.
Svo með talstöð að vopni
brjálæðið í augunum
hræðslu í höfðinu
fingurna spennta um bareflið
en skítinn í buxunum
kallarðu á vini þína
sem koma von bráðar
með fleiri vopn
meira brjálæði
meiri hræðslu
og enn meiri skít í buxunum
því þeir vita það jafnvel og þú
að þó þeir felli einn okkar
koma tveir í hans stað
af meiri hörku
og enn meiri reiði.
Og núna
augliti til auglits
andspænis hver öðrum
stöndum við að velli
í þögn.
Þú ert eflaust með vopn í hendi
en vald þitt virði ég ekki
og mun aldrei.
Svo að án ótta
læt ég fyrsta högg þessarar baráttu ríða af.