Sinfónía í eyrunum (veðurdagur)
Það var einn góðan veðurdag
að ég vaknaði helblár upp
og sólin beit mig
í augun
ég reis upp með braki
og byrjaði að ganga hægt.
Berfættur gekk ég á glóandi gólfi
en
morgunvökvinn
frá hágrátandi himninum
fældi burt logana
og eftir ótrúlegt dansandi himnaspil
var
blóm
risastórt
LOKAÐ!
Svo ég stóð á höndum
og gekk á hvolfi
í átt að blóminu
og
eftir smástund
smellti ég rólega kossi
á eitt blaðið
og viti menn!
með sinfóníu í eyrunum
sá ég það opnast upp
og ég sá
þá loks
hvað himininn hafði
sent mér
hann sendi mér
þig
að ég vaknaði helblár upp
og sólin beit mig
í augun
ég reis upp með braki
og byrjaði að ganga hægt.
Berfættur gekk ég á glóandi gólfi
en
morgunvökvinn
frá hágrátandi himninum
fældi burt logana
og eftir ótrúlegt dansandi himnaspil
var
blóm
risastórt
LOKAÐ!
Svo ég stóð á höndum
og gekk á hvolfi
í átt að blóminu
og
eftir smástund
smellti ég rólega kossi
á eitt blaðið
og viti menn!
með sinfóníu í eyrunum
sá ég það opnast upp
og ég sá
þá loks
hvað himininn hafði
sent mér
hann sendi mér
þig