

-fáein skref
mér þér-
hefjum okkur til flugs
en stöndum þó
dönsum saman vals
í skýjunum
yfir landslagi augnaráðsins
og æðar okkar syngja óperur
og meiraðsegja Mozart klappar
Gakktu með mér
á stað þar sem það sem er er ekki en þó samt
fjólubláleitum
með sköpulag dúnsængur
í kvöldsólinni.
En veistu
veistu að við þurfum niður á jörðina?
Vefjum okkur kaðal
úr sólargeislum og stjörnuþokum
og sígum niður.
Við fórum aldrei neitt með líkama okkar.
Við lokuðum bara augunum í augnablik
og gengum
-fáein skref
með þér-
mér þér-
hefjum okkur til flugs
en stöndum þó
dönsum saman vals
í skýjunum
yfir landslagi augnaráðsins
og æðar okkar syngja óperur
og meiraðsegja Mozart klappar
Gakktu með mér
á stað þar sem það sem er er ekki en þó samt
fjólubláleitum
með sköpulag dúnsængur
í kvöldsólinni.
En veistu
veistu að við þurfum niður á jörðina?
Vefjum okkur kaðal
úr sólargeislum og stjörnuþokum
og sígum niður.
Við fórum aldrei neitt með líkama okkar.
Við lokuðum bara augunum í augnablik
og gengum
-fáein skref
með þér-