

Draumurinn fallinn
veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta
hræddur við að hreyfa mig
hræddur við að vera kyrr.
óvissan
kveikir eld í huga mínum
svíðandi
brennandi
grátþrútinn innan frá.
-reyni að halda andlitinu þó.
Ástin
ég veit ekki hvort hún er að fara eða koma
snerting hennar fyllir mig þrótt
til að takast á
til að styrkjast
til að róast.
Hún
hún gerir mig óðan
góðan
hún gerir mig
"lifandi"
veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta
hræddur við að hreyfa mig
hræddur við að vera kyrr.
óvissan
kveikir eld í huga mínum
svíðandi
brennandi
grátþrútinn innan frá.
-reyni að halda andlitinu þó.
Ástin
ég veit ekki hvort hún er að fara eða koma
snerting hennar fyllir mig þrótt
til að takast á
til að styrkjast
til að róast.
Hún
hún gerir mig óðan
góðan
hún gerir mig
"lifandi"