Sálarskipið
Sálarskip mitt fer hallt á hlið
og hrekur til skaðsemdanna
af því það gengur illa við
andviðri freistinganna.

Sérhverjum undan sjó ég slæ
svo að hann ekki fylli
en á hléborðið illa ræ,
áttina tæpast grilli.

Ónýtan knörrinn upp á snýst
aldan þá kinnung skellir,
örvæntingar því ólgan víst
inn sér um miðskip hellir.

- - -

Sýnist mér fyrir handan haf
hátignarskær og fagur
brotnuðum sorgar öldum af
upp renna vonar dagur.  
Hjálmar Jónsson frá Bólu
1796 - 1875
- stytt -


Ljóð eftir Hjálmar Jónsson frá Bólu

Ellikvæði
Þeir, sem lasta ljóðin mín
[Signor einn]
[H. heyrði eitt sinn lát ríkismanns nokkurs, sem hafði verið harðbýll og miskunnarlítill]
Afgangur af borgaðri skuld
Kveðið í bakarahúsinu á Akureyri 1873
Heimspekingurinn
Sálarskipið
Þjóðfundarsöngur 1851
Söngur fyrir Venus minni
Ferðalagið
Stirt um stef
Mannslát
Lífskjör skáldsins