Ferðalagið
Ríkismanns mig rak að setri,
ráðin engin þekkti betri,
af sulti kominn mjög í mát.
Sá ég vera soðið slátur,
sál mín rak upp skellihlátur,
og gufuna með græðgi át.
Einmitt var það allur greiði
ég sem hlaut af krásar seyði.
Dró ég mig á beisla bát.
Sál mín vön við sultarhaginn
samt af slórði þennan daginn
og vonir sínar allar át.  
Hjálmar Jónsson frá Bólu
1796 - 1875


Ljóð eftir Hjálmar Jónsson frá Bólu

Ellikvæði
Þeir, sem lasta ljóðin mín
[Signor einn]
[H. heyrði eitt sinn lát ríkismanns nokkurs, sem hafði verið harðbýll og miskunnarlítill]
Afgangur af borgaðri skuld
Kveðið í bakarahúsinu á Akureyri 1873
Heimspekingurinn
Sálarskipið
Þjóðfundarsöngur 1851
Söngur fyrir Venus minni
Ferðalagið
Stirt um stef
Mannslát
Lífskjör skáldsins