Ellikvæði
Ævi sína enginn veit
enda fyrir dægur,
ellin margan illan beit,
sem ungur þóttist frægur.
Flestra dvína herlegheit,
þó hárin gráu klæða.
- Mörg er heimsins mæða.
Endurminning einatt sleit
út þegjandi tár
- Mörg er heims mæða og mannraunin sár.

Svei þér, elli, synd og gigt,
svipur er þekkjanlegur;
andskotinn á ykkar vigt
út mér bölvan vegur;
blóðið verður þar af þykkt,
þankar vondir hræða.
- Mörg er heimsins mæða.
Aftansöngnum út er klykkt,
en ellikvæðið stár.
- Mörg er heims mæða og mannraunin sár.  
Hjálmar Jónsson frá Bólu
1796 - 1875


Ljóð eftir Hjálmar Jónsson frá Bólu

Ellikvæði
Þeir, sem lasta ljóðin mín
[Signor einn]
[H. heyrði eitt sinn lát ríkismanns nokkurs, sem hafði verið harðbýll og miskunnarlítill]
Afgangur af borgaðri skuld
Kveðið í bakarahúsinu á Akureyri 1873
Heimspekingurinn
Sálarskipið
Þjóðfundarsöngur 1851
Söngur fyrir Venus minni
Ferðalagið
Stirt um stef
Mannslát
Lífskjör skáldsins